Leikskólakennari – Hraunvallaleikskóli

side photo

Langar þig að vinna skemmtilegt starf með börnum? Hraunvallaleikskóli leitar af leikskólakennara í 100% starf.

Hraunvallaleikskóli er fjögurra deilda leikskóli staðsettur í rólegu hverfi á Völlunum í Hafnarfirði þar sem stutt er í ósnortna náttúru. Leikskólinn er í sama húsnæði og grunnskóli sem gefur ótal möguleika. Leikskólinn vinnur eftir hugmyndafræði John Dewey og einkennist leikskólastarfið af virðingu þar sem lögð er áhersla á góðan starfsanda, umburðarlyndi og gleði. Um þessar mundir erum við m.a. að vinna að mjög áhugaverðu þróunarverkefni um snemmtæka íhlutun. Gildi leikskólans eru vinátta, samvinna og ábyrgð sem endurspegla allt starf leikskólans.

Okkur vantar ábyrgan, öflugan og traustan einstakling í þann flotta starfsmannahóp sem við höfum fyrir. Ráðið er í starfið frá 1. maí 2021.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna, þ.m.t að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi í samstarfi við deildarstjóra
  • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf sem kennari (leyfisbréf fylgi umsókn).
  • Reynsla af sambærilegum störfum kostur
  • Góð samskiptahæfni
  • Áhugi á að vinna með börnum
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Góð íslenskukunnátta

Upplýsingar um starfið veitir Guðbjörg Hjaltadóttir leikskólastjóri gudbjorgh@hraunvallaskoli.is eða Guðmundína Hermannsdóttir aðstoðarleikskólastjóri munda@hraunvallaskoli.is í síma 590-2880

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.

Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til og með12. maí 2021

 Umsókn fylgi greinargóð ferilskrá og leyfisbréf kennara.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.