Þroskaþjálfi - leikskólinn Álfasteinn

side photo

Leikskólinn Álfasteinn óskar eftir að ráða þroskaþjálfa í fullt starf

Leikskólinn Álfasteinn er fimm deilda leikskóli á Holtinu. Áherslur í starfi leikskólans Álfasteins er í anda John Dewey´s ásamt því að starfa markvisst með einingakubba Caroline Pratt. Í leikskólanum Álfasteini bjóðum við upp á; Húmor, jákvæðni, umhyggjusemi og fjölbreytt starfsumhverfi. Jafnframt bjóðum við upp á líflegar umræður, samstöðu og metnaðarfullt fagstarf. Okkar markmið er að verða framúrskarandi leikskóli"

Í leikskólanum Álfasteini starfar jákvætt, áhugasamt og skemmtilegt starfsfólk á öllum aldri þar sem áhersla er lögð á fagmennsku.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Að veita barni með sérþarfir leiðsögn og stuðning
 • Að vinna í teymi með þroskaþjálfum að þeim verkefnum sem sérkennslustjóri/leikskólastjóri felur starfsmanni
 • Að eiga samstarf við foreldra, fagaðila og aðra ráðgjafa
 • Gerð einstaklingsnámskrár og að fylgja henni eftir
 • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu þroskaþjálfa

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun á sviði þroskaþjálfunar og starfsleyfi sem slíkur
 • Reynsla af sambærilegum störfum æskileg
 • Reynsla af teymisvinnu æskileg
 • Þekking á skipulagðri kennslu (TEACCH)
 • Þekking á lögum og reglugerðum sem um málaflokkinn gilda
 • Færni í samskiptum og samstarfshæfni
 • Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður
 • Góð íslenskukunátta

Viðkomandi mun hefja störf eftir samkomulagi.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Inga Líndal Finnbogadóttir, leikskólastjóri, ingalindal@hafnarfjordur.is.

Umsóknarfrestur er til og með 05. maí 2021

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagins.