Rekstrarstjóri - mennta og lýðheilsusvið

side photo

Skrifstofa fræðslu- og frístundaþjónustu óskar eftir að ráða rekstrarstjóra til starfa. Starfið heyrir undir íþrótta- og tómstundafulltrúa.

Skrifstofa íþrótta- og tómstundafulltrúa sér um málefni tengdum íþróttum, forvörnum, sundlaugum, Vinnuskóla, heilsubænum Hafnarfirði, frístundastyrk, tómstundamálum og sumarstarfi Hafnarfjarðarbæjar.

Helstu verkefni:

 • Ber ábyrgð á rekstri Vinnuskólans, þ.m.t. ráðningum og skipulagningu sumarstarfs
 • Fylgir eftir ákvæðum samninga Hafnarfjarðarbæjar og íþrótta- og tómstundafélaga varðandi fjármál og rekstur
 • Annast fundarritun og almenn skrifstofustörf
 • Umsjón með 17. hátíðarhöldunum
 • Þátttaka í fjárhagsáætlanagerð og samningagerð
 • Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Bsc gráða í viðskiptafræði, rekstrarhagfræði eða sambærilegt
 • Reynsla af rekstri og starfsmannamálum skilyrði
 • Reynsla af íþrótta- og tómstundamálum æskileg
 • Mjög góð samstarfs- og samskiptahæfni
 • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfni og nákvæmni í vinnubrögðum
 • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og enskukunnátta

Nánari upplýsingar um starfið veitir Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, geir@hafnarfjordur.is 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 10. maí 2021

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagins.