Aðstoðarleikskólastjóri – Hvammur

side photo

Leikskólinn Hvammur auglýsir eftir aðstoðarleikskólastjóra

Hvammur er sex deilda leikskóli staðsettur í suðurbæ Hafnarfjarðar. Leikskólinn vinnur eftir hugmyndafræði Hjallastefnunnar, hugmyndum John Dewey og Uppeldi til ábyrgðar. Leikskólastarfið einkennist af virðingu og umburðarlyndi þar sem áhersla er lögð á gott starfsumhverfi og gleði. Einkunnarorð leikskólans eru; jákvæð samskipti, jafnrétti og vinátta. Einkunnarorðum leikskólans er ætlað að endurspegla allt starf leikskólans.

Okkur vantar ábyrgan, öflugan og traustan einstakling sem getur hafið störf 1. júní 2021

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga aðalnámskrá leikskóla og stefnu Hafnarfjarðarbæjar.
 • Er aðstoðarmaður leikskólastjóra og ber ásamt honum ábyrgð á rekstri leikskólans.
 • Er staðgengill í fjarveru leikskólastjóra og starfar þá samkvæmt starfslýsingu hans.
 • Vinnur ásamt leikskólastjóra að daglegri stjórnun leikskólans og skipulagningu uppeldisstarfsins.
 • Ber ásamt leikskólastjóra ábyrgð á að unnið sé eftir aðalnámskrá leikskóla og skólanámskrá leikskólans.
 • Sér um samskipti og samvinnu við foreldra í samráði við leikskólastjóra.
 • Sinnir að öðru leyti þeim verkefnum er varðar stjórnun leikskólans sem yfirmaður felur honum.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Leyfisbréf sem kennari
 • Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar eða menntunnarfræða æskilegt
 • Þekking og reynsla af leikskólastarfi
 • Áhugi á skólaþróun
 • Framúrskarandi samskiptahæfni og jákvætt viðmót
 • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
 • Góð íslenskukunnátta

Upplýsingar um starfið veitir Ásta María Björnsdóttir, leikskólastjóri astamaria@hafnarfjordur.is 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.

Umsóknarfrestur er til og með 15. maí 2021.

Umsókn um fylgi greinargóð ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar, fyrri störfum, menntun og reynslu ásamt prófskírteini.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynja í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.