Safnstjóri skólasafns – Hraunvallaskóli

side photo

Hraunvallaskóli auglýsir eftir safnstjóra skólasafns. Einstakling sem hefur brennandi áhuga á lestrarhvetjandi verkefnum og upplýsingalæsi. Um er að ræða 75% starf.

Hraunvallaskóli hefur þá sérstöðu að innan veggja hans er rekinn bæði leik- og grunnskóli. Skólinn starfar eftir hugmyndafræði opna skólans og er byggingin hönnuð með það í huga. Í kennsluskipulagi er lögð áhersla á skipulag sem byggir á hópavinnu, þemanámi, einstaklingsvinnu, þrautalausnum, gagnrýnni hugsun og færni nemenda til að afla sér þekkingar og nýta sér nýjustu upplýsinga- og samskiptatækni í því skyni. Kennarar vinna saman í teymum í kennslustundum og við skipulagningu og undirbúning kennslunnar. Nemendur í sama árgangi eru í sameiginlegum umsjónarhópum með sameiginlega umsjónarkennara á sínum heimasvæðum.

Dyggðir Hraunvallaskóla eru vinátta, samvinna og ábyrgð.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Halda utan um starfsemi bókasafnsins
 • Skrá og flokka bókakost safnsins
 • Aðstoða nemendur við upplýsingaöflun og bókaval
 • Starfa náið með starfsfólki og veita þeim ráðgjöf
 • Fræðsla um bókasafns- og upplýsingalæsi
 • Þátttaka í lestrarhvetjandi verkefnum
 • Þátttaka í þróunarverkefnum skólans
 • Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntunar og hæfniskröfur:

 • M.A próf í bókasafns- og upplýsingarfræði eða B.A próf í bóksafns- og upplýsingafræði
 • Starfsreynsla á bókasafni kostur.
 • Marktæk reynsla af sambærilegum störfum æskileg
 • Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum
 • Brennandi áhugi á starfi með börnum og ungmennum
 • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
 • Framúrskarandi samstarfs- og samskiptahæfileikar
 • Frumkvæði og skipulagshæfileikar
 • Mjög góð tölvukunnátta
 • Mjög góð íslenskukunnátta

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Lars J. Imsland skólastjóri, lars@hraunvallaskoli.is, Ásta Björk Björnsdóttir aðstoðarskólastjóri astabjork@hraunvallaskoli.is og Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir aðstoðarskólastjóri gudbjorgn@hraunvallaskoli.is eða í síma 590 2800.

Umsóknarfrestur er til og með 14. maí 2021.

Umsókn fylgi greinargóð ferilskrá.

 

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagins.