Kennari í íslensku sem annað mál - Hvaleyrarskóli

side photo

Hvaleyrarskóli óskar eftir að ráða kennara í íslensku sem öðru máli.

Í Hvaleyrarskóla eru um 400 nemendur í 1. til 10. bekk. Einkunnarorð skólans eru kurteisi, ábyrgð og samvinna og endurspeglast allt skólastarfið í þessum orðum. Hvaleyrarskóli er skóli margbreytileikans þar sem lögð er rækt við fjölmenningu.

Nánari upplýsingar um skólann má einnig finna á heimasíðunni http://www.hvaleyrarskoli.is.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Annast kennslu tvítyngdra nemenda í samráði við skólastjórnendur, aðra kennara og foreldra.
 • Vinna að þróun skólastarfs í samstarfi við stjórnendur og samstarfsfólk með áherslu á teymisvinnu.
 • Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.
 • Vinna samkvæmt stefnu skólans í SMT skólafærni sem ætlað er að skapa gott andrúmsloft í skólum og tryggja öryggi og velferð nemenda og starfsfólks.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Leyfisbréf til kennslu (Leyfisbréf fylgi umsókn).
 • Reynsla af kennslu í grunnskóla og/eða kennslu íslensku sem annars tungumáls æskileg.
 • Uppbyggjandi í samskiptum, ríkur sveigjanleiki og mikil samstarfshæfni.
 • Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð.
 • Jákvæðni og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi og vera opinn fyrir fjölbreyttum kennsluháttum.
 • Mjög góð íslenskukunnátta.
 • Lipurð og jákvæðni í samskiptum og sveigjanleiki í starfi.
 • Víðtæk tölvukunnátta og góð þekking á G-suite og Mentor.
 • Áhugi á teymiskennslu og þverfaglegu samstarfi.

Nánari upplýsingar um starfið veita Kristinn Guðlaugsson, skólastjóri, kristinn@hvaleyrarskoli.is í síma 664 5833 eða Sigrún Einarsdóttir, aðstoðarskólastjóri, sigrun@hvaleyrarskoli.is í síma 664 5838. Sími skólans er 565 0200.

Ráðið er í stöðuna sem fyrst. Umsóknarfrestur er til og með 4. ágúst næst komandi. Greinagóð ferilsskrá fylgi umsókn.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.