Upplýsingatæknikennsla - Setbergsskóli

side photo

Setbergsskóli var stofnaður árið 1989 og eru nemendur um 420 talsins auk þess sem við skólann er starfrækt sérdeild fyrir börn með einhverfu. Skólinn er staðsettur í fallegu umhverfi sem býður upp á mikla möguleika til útiveru.

Góður starfsandi og jákvæð samskipti einkenna starfmannahópinn og er vellíðan nemenda og starfsfólks ávallt höfð að leiðarljósi. Við skólann er unnið metnaðarfullt starf með sérstakri áherslu á fjölbreytt námsumhverfi, læsi, sköpun, lýðræði og uppbyggjandi endurgjöf. Allir nemendur í 5. - 10. bekk hafa spjaldtölvur til umráða og yngri nemendur hafa einnig aðgang að slíkum tækjum.

Einkunnarorð skólans eru virðing, víðsýni og vellíðan og grundvallast starf skólans á þeim gildum. Skólinn vinnur samkvæmt hugmyndafræði SMT um jákvæða skólafærni og samkvæmt hugmyndafræði Olweusar gegn einelti og andfélagslegri hegðun. Nánari upplýsingar um skólann og það öfluga starf sem þar er unnið er að finna á heimasíðu skólans, setbergsskoli.is.

Undanfarin ár höfum við innleitt spjaldtölvur í skólastarfinu. Við skólann starfar UT kennsluráðgjafi sem heldur m.a. utan um spjaldtölvuverkefni skólans, kennsluráðgjöf og fræðslu í samvinnu við UT kennara og UT teymi skólans.

Allir nemendur á mið- og unglingastigi eru með spjaldtölvu 1x1 og við notum Google skólaumhverfið. Nemendur á yngsta stigi hafa einnig aðgang að spjaldtölvum. Við erum FLY skóli (http://dev.animatedlearning.dk/fly/), leggjum áherslu á hreyfi- og stuttmyndagerð og erum á komandi skólaári að stíga okkar fyrstu skref í sköpunarsmiðju (e. Maker Space). Starfsumhverfið býður upp á mikla möguleika til starfsþróunar og nýsköpunar.

Helstu verkefni UT kennara:

 • Annast upplýsingatæknikennslu, þar á meðal forritunarkennslu.
 • Taka þátt í innleiðingu á tækni í skólastarfi með þátttöku í UT teymi skólans.
 • Vera með í að þróa sköpunarsmiðju.
 • Koma að verkefnum tengdum hreyfi- og stuttmyndagerð.
 • Stuðlar að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og fagaðila.
 • Vinnur samkvæmt stefnu skólans í SMT skólafærni.
 • Vinnur eftir stefnu skólans í eineltis- og forvarnarmálum.

Menntunar- og hæfnikröfur:

 • Leyfisbréf til kennslu (leyfisbréf skal fylgja umsókn).
 • Haldgóð þekking á kennslufærði námsgreinar.
 • Áhugi á að starfa með börnum og ungmennum.
 • Jákvæðni og vilji til að ná árangri í starfi.
 • Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni.
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
 • Stundvísi og samviskusemi.
 • Mjög góð íslenskukunnátta.

Greinargóð ferilskrá og leyfisbréf fylgi umsókn.

Umsóknarfrestur er til og með 10. ágúst 2021.

Ráðið er í stöðuna eftir samkomulagi. Upplýsingar um starfið veitir María Pálmadóttir, skólastjóri, í síma 6645880 eða í gegnum netfangið maria@setbergsskoli.is.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.