Leikskólakennari - Leikskólinn Hlíðarendi

side photo

Leikskólinn Hlíðarendi óskar eftir að ráða leikskólakennara í 100% stöðu.

Leikskólinn er fjögurra deilda og er staðsettur í útjaðri Setbergshverfis. Helstu áhersluþættir eru hreyfing, lífsleikni og umhverfismennt.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna
  • Að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs
  • Að taka þátt í foreldrasamstarfi í samráði við deildarstjóra
  • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Starfsleyfi sem kennari (leyfisbréf fylgi umsókn)
  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
  • Einlægur áhugi fyrir velgengni allra barna
  • Færni í samskiptum og sveigjanleiki.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum og faglegur metnaður
  • Góð íslenskukunnátta

Ef ekki fæst leikskólakennari í starfið, kemur til greina að ráða einstakling með aðra uppeldismenntun.

Nánari upplýsingar um starfið veita Árný Steindóra Steindórsdóttir leikskólastjóri í síma 555 1440. Fyrirspurnir má einnig senda á netfangið arnyst@hafnarfjordur.is

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Samband íslenskra sveitafélaga og KÍ v/Félags leikskólakennara.

Umsóknarfrestur er til og með 7. ágúst 2021

Ferilskrá og leyfisbréf fylgi umsókn, önnur menntunargögn ef við á.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.