Sundlaugarverðir - Sundstaðir Hafnarfjarðar

side photo

Lausar eru stöður kvenkyns og karlkyns sundlaugarvarða við sundstaði Hafnarfjarðar, þ.e. Ásvallalaug, Suðurbæjarlaug og Sundhöll Hafnarfjarðar. Um er að ræða 90-100% stöðugildi í vaktavinnu. Viðkomandi starfsmenn fá viðeigandi fræðslu og þjálfun.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Taka á móti gestum og veita upplýsingar um þjónustuna
 • Sinna afgreiðslustörfum og leiðbeina eftir því sem við á út frá ólíkum þörfum og hópum
 • Eftirfylgni með umgengnisreglum
 • Sinna öryggisgæslu við myndupptökukerfi og við sundlaug
 • Vinna samkvæmt verklýsingu og þrifaáætlun starfsstaða
 • Önnur verkefni sem yfirmaður felur starfsmanni

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Starfsþjálfun, námskeið og/eða nokkur starfsreynsla nægir til að öðlast þá þekkingu sem krafist er
 • Samstarfs- og samskiptahæfni. Stuðla að jákvæðum samskiptum með jákvæðu viðmóti
 • Þjónustulund og skipulögð vinnubrögð
 • Geta til að staðist árlegt hæfnisþróf laugarvarða þ.e. lokið námskeiði í skyndihjálp og staðist sundpróf
 • Aðlögunarhæfni við breyttum aðstæðum
 • Hreint sakavottorð

Nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn Hrafnkelsson, forstöðumaður sundstaða í Hafnarfirði, adalsteinnh@hafnarfjordur.is

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Hafnarfjarðar.

Umsóknarfrestur er til og með 9. ágúst 2021.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagins.