Þroskaþjálfi - Leikskólinn Norðurberg

side photo

Leikskólinn Norðurberg óskar eftir að ráða þroskaþjálfa til starfa í 100% starf.

Leikskólinn Norðurberg er 6 deilda leikskóli í Norðurbæ Hafnarfjarðar. Þar dvelja að meðaltali 103 börn og um 32 starfsmenn. Áherslur leikskólans eru: umhverfismennt og útikennsla (Grænfána leikskóli), jákvæð samskipti (Að næra hjartað/PMT), hollusta og hreyfing, vináttuleikskóli Barnaheilla, snemmtæk íhlutun í málþroska ungra barna og innleiðing á læsi og stærðfræði.

Á Norðurbergi er starfsfólk með mikinn metnað fyrir starfi sínu og starfsánægja og starfsandi er góður.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Vinna með nemendum með sérþarfir.
 • Gera áætlanir, sinna þjálfun, vinna með félagsfærni, aðlaga námsefni og námsaðstæður í samvinnu við sérkennslustjóra og deildarstjóra.
 • Vinna að þróun skólastarfs í samstarfi við stjórnendur og samstarfsfólk
 • Stuðla að almennri velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk
 • Önnur verkefni skv. starfslýsingu

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Menntun sem þroskaþjálfi og starfsleyfi sem slíkur
 • Reynsla af sambærilegu starfi æskileg
 • Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni
 • Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Jákvæðni og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi
 • Stundvísi og samviskusemi

Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna Borg Harðardóttir leikskólastjóri, annaborg@hafnarfjordur.is eða í síma 555-3484/ eða 664-5851 og Gunnhildur Grímsdóttir, aðstoðarleikskólatjóri í síma 555-3484

Laun samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Þroskaþjálfafélags Íslands.

Umsóknarfrestur er til og með 24. október 2021.

Greinargóð ferilskrá og leyfisbréf fylgi umsókn.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.