Leikskólakennari í 50% starf - Leikskólinn Hörðuvellir

side photo

Leikskólinn Hörðuvellir óskar eftir að ráða leikskólakennara í 50% eftir hádegi.

Ef ekki fæst leikskólakennari í starfið, kemur til greina að ráða einstakling með aðra menntun/eða reynslu.

Leikskólinn er fjögurra deilda leikskóli með um 75 börn á aldrinum 18 mán - 6 ára. Hörðuvellir eru á fallegum útsýnisstað við lækinn í Hafnarfirði.

Einkunnarorð leikskólans er: LEIKUR-REYNSLA -ÞEKKING

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna, og foreldrasamstarfi í samstarfi við deildarstjóra og annað starfsfólk leikskólans.
  • Önnur verkefni skv. starfslýsingu

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Starfsleyfi sem kennari (leyfisbréf fylgi umsókn)
  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
  • Færni í samskiptum og samstarfshæfileikar
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Góð íslenskukunnátta

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigþrúður Sigurþórsdóttir leikskólastjóri, sigthrudur@hafnarfjordur.is, eða í síma 555-0721.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ við Félag leikskólakennara.

Umsóknarfrestur er til og með 21. október 2021.

Greinagóð ferilskrá og leyfisbréf skal fylgja umsókn.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagins.