Þroskaþjálfi - Hraunvallaleikskóli

side photo

Hraunvallaleikskóli óskar eftir að ráða þroskaþjálfa í 100% starf.

Hraunvallaleikskóli er fjögurra deilda leikskóli staðsettur á Völlunum í Hafnarfirði þar sem stutt er í ósnortna náttúru. Leikskólinn vinnur eftir hugmyndafræði John Dewey og einkennist leikskólastarfið af fjölmenningu þar sem m.a. er virðing borin fyrir einstaklingnum, menningu og uppruna hans og allir hafa sama tækifæri til náms. Leikskólinn vinnur að þróunarverkefni um snemmtæka íhlutun. Gildi leikskólans eru vinátta, samvinna og ábyrgð sem endurspegla allt starf leikskólans.

Leitað er eftir áhugasömum einstaklingi sem hefur metnað og áhuga fyrir starfinu.

Starfið er laust nú þegar eða eftir samkomulagi.

 

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna með sérþarfir
 • Gerir áætlanir, sinnir þjálfun, leiðsögn og stuðningi barna með sérþarfir
 • Skipuleggur og heldur utan um sérkennslu í nánu samstarfi við sérkennslustjóra
 • Er í samstarf við foreldra og fagaðila um velferð barnsins
 • Vinnur að þróun skólastarfs í samstarfi við stjórnendur og samstarfsfólk
 • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun á sviði þroskaþjálfunar og starfsleyfi (leyfisbréf fylgi umsókn)
 • Reynsla af sambærilegum störfum æskileg
 • Góð samskiptahæfni.
 • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
 • Áhugi á að vinna með börnum.
 • Góð íslenskukunnátta.

 

Upplýsingar um starfið veitir Guðbjörg leikskólastjóri, gudbjorgh@hraunvallaskoli.is eða í síma 644-5844

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Þroskaþjálfafélag Íslands.

Umsóknarfrestur er til og með 21. október 2021

Umsókn fylgi greinargóð ferilskrá.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.