Aðstoðardeildarstjóri í tómstundamiðstöð - Skarðshlíðarskóli

side photo

Skarðshlíðarskóli óskar eftir að ráða aðstoðardeildarstjóra í fullt starf

Við óskum eftir metnaðarfullum og áhugasömum einstakling sem hefur áhuga á að vinna með börnum og unglingum í Tómstundamiðstöð skólans. Þar undir er Frístundaheimilið Skarðssel sem er fyrir 6-9 ára börn og félagsmiðstöðin Skarðið sem er fyrir mið- og unglingadeild.

Tómstundastarf hefur mikil áhrif á félagsþroska barna og unglinga, það er vettvangur þar sem þau æfa sig í vináttu og samskiptum. Frístundaheimili og félagsmiðstöðvar gefa börnum fastan samastað fyrir starf og leik og er staður þar sem börn og unglingar eru í fyrirrúmi. Þar er hlustað á þau, talað við þau og ekki síst er pláss fyrir tilfinningar þeirra. Lögð er áhersla á að þroska félagslega færni í samskiptum í gegnum leik og starf sem og virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu. Tómstundamiðstöðin leitast við að nota lýðræðislega starfshætti, efla hæfni barna og unglinga til að móta sér sjálfstæðar skoðanir og hafa áhrif á umhverfi sitt og aðstæður. Starfsmenn í tómstundamiðstöðvum þurfa að vera sterkir í mannlegum samskiptum, vera fyrirmyndir í starfi sem og utan þess. Enn fremur er lögð áhersla á að starfsmenn tómstundamiðstöðva hafi fjölbreyttan og ólíkan bakgrunn.

Starfið fer fram að mestu leiti á dagvinnutíma en einnig er um að ræða kvöldvaktir í félagsmiðstöðinni.

 

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Umsjón og ábyrgð ásamt deildarstjóra með starfsemi Tómstundamiðstöðvar
 • Leiðbeinir starfsmönnum frístundaheimilisins
 • Skipulagning og framkvæmd verkefna og viðburða
 • Heldur utan um og skipuleggur dagsskipulag frístundaheimilisins ásamt deildarstjóra
 • Samskipti og samstarf við samstarfsaðila og forráðamenn
 • Starfar með nemendum með sértækan vanda
 • Önnur verkefni skv. starfslýsingu aðstoðardeildarstjóra tómstundamiðstöðvar

Menntunar og hæfniskröfur:

 • Háskólapróf (B.A) á sviði uppeldis- og menntunarfræða, tómstundafræða eða annað háskólanám (B.A) sem nýtist í starfi.
 • Skipulags- og stjórnunarhæfileikar, geta unnið í hóp
 • Reynsla og áhugi af starfi með börnum og unglingum
 • Áhugi á málefnum barna og forvörnum
 • Æskilegt er að viðkomandi hafi unnið í frístundaheimili eða félagsmiðstöð
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Mikil hæfni í mannlegum samskiptum
 • Almenn tölvukunnátta
 • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku

Um kaup og kjör fer samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og BHM.

Upplýsingar um starfið veitir Fjóla Sigrún Sigurðdóttir, deildarstjóri tómstundamiðstöðvar í síma: 527-7346, fjolasig@skardshlidarskoli.is eða Ingibjörg Magnúsdóttir, skólastjóri ingibjorg@skardshlidarskoli.is

Umsóknarfrestur er til og með 22. október 2021.
Greinagóð ferilsskrá og leyfisbréf fylgi umsókn.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.