Leikskólakennari - Leikskólinn Bjarkalundur

side photo

Leikskólinn Bjarkalundur auglýsir eftir leikskólakennara í 100% starf.

Ef ekki fæst leikskólakennari í starfið, kemur til greina að ráða einstakling með aðra menntun og/eða reynslu.

Leikskólinn Bjarkalundur er staðsettur á Völlunum og er fjögurra deilda leikskóli sem opnaði haustið 2016. Leikskólinn lítur til starfsaðferða Reggio Emilia. Áherslur leikskólans eru snemmtæk íhlutun í starfi með börnum ásamt læsi og flæði. Unnið er samkvæmt SMT skólafærni, sem gengur m.a. út á það að veita jákvæðri hegðun athygli og styrkja hana. Gildi leikskólans eru samvinna, virðing og umhyggja. Samskipti innan skólans byggjast á þessum gildum og eiga þau að endurspeglast í öllu starfi skólans.

Í leikskólanum Bjarkalundi starfar jákvætt, áhugasamt og skemmtilegt starfsfólk þar sem áhersla er lögð á fagmennsku. Leikskólinn er á fimmta starfsári og því eru miklir möguleikar á að koma að mótun og uppbyggingu faglegs starfs.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna, þ.m.t. að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi í samstarfi við deildarstjóra
  • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf sem kennari (leyfisbréf fylgi umsókn)
  • Reynsla af starfi í leikskóla er æskileg
  • Þekking á starfsaðferðum Reggio Emilia er æskileg
  • Færni í samskiptum og samstarfshæfileikar
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Góð íslenskukunátta er skilyrði

Ef ekki fæst kennari í starfið, kemur til greina að ráða einstakling með aðra uppeldismenntun.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Telma Ýr leikskólastjóri, telmayr@hafnarfjordur.is og Elísabet karlsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri, elisabetk@hafnarfjordur.is. Einnig er hægt að hafa samband í síma 555 4941

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags leikskólakennara.

Umsóknarfrestur er til og með 26. október 2021

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.