Stuðningsfulltrúi – Fjölgreinadeild Hraunvallaskóla

side photo

Hraunvallaskóli óskar eftir að ráða stuðningsfulltrúa fyrir skólaárið 2021-2022, sem vill taka þátt í að byggja upp og þróa úrræði fyrir nemendur í 8. - 10. bekk í Hafnarfirði. Um er að ræða nemendur sem á grundvelli fjölþætts vanda geta ekki nýtt alfarið þau námstilboð sem bjóðast í þeirra heimaskóla. Starfsstöðin er í Menntasetrinu við Lækinn og er skipuð fjórum til fimm starfsmönnum

Hraunvallaskóli starfar eftir hugmyndafræði opna skólans og er kennsla miðuð við að mæta ólíkum þörfum einstaklinga sem læra að skipuleggja nám sitt sjálfir og meta árangur sinn. Í kennsluskipulagi er lögð áhersla á skipulag sem byggir á hópavinnu, þemanámi, einstaklingsvinnu, þrautalausnum, gagnrýnni hugsun og færni nemenda til að afla sér þekkingar og nýta sér nýjustu upplýsinga- og samskiptatækni í því skyni. Kennarar vinna saman í teymum í kennslustundum og við skipulagningu og undirbúning kennslunnar. Dyggðir Hraunvallaskóla eru vinátta - samvinna - ábyrgð.

Umsækjandi þarf að hafa jákvæða afstöðu til nemenda með fjölþættan vanda og tiltrú á getu hvers eins til breytinga og þróunar þar sem leitast er við að byggja á styrk hvers og eins.

 

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Starfar með nemendum með sértækan vanda
 • Aðstoðar við almennt bekkjarstarf undir leiðsögn kennara
 • Starfar í frístundaheimili og á sumar- og leikjanámskeiðum
 • Tekur á móti nemendum og aðstoðar
 • Sinnir gangavörslu og eftirliti með húsnæði og búnaði, heldur göngum og snyrtingum snyrtilegum yfir daginn
 • Aðstoðar í matsal og við undirbúning matmálstíma
 • Sinnir frímínútnagæslu, fylgd og gæslu í daglegu skólastarfi
 • Fylgist með og aðstoðar börnin í leik og starfi
 • Önnur verkefni sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Gerð er krafa um sérstakt nám fyrir stuðningsfulltrúa, t.d. úr Borgarholtsskóla eða sambærilegt nám
 • Reynsla af starfi með börnum er æskileg
 • Íslenskukunnátta skilyrði
 • Almenn tölvukunnátta
 • Mikill áhugi og metnaður til að starfa með börnum
 • Uppbyggjandi í samskiptum, sveigjanleiki og mikil samstarfshæfni
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Stundvísi og samviskusemi

Ef ekki fæst einstaklingur í starfið sem uppfyllir námskröfur fyrir stuðningsfulltrúa, kemur til greina að ráða inn einstakling í starfsheitið: Skóla og frístundaliði.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Hafnarfjarðar.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Lars J. Imsland skólastjóri, lars@hraunvallaskoli.is, Ásta Björk Björnsdóttir aðstoðarskólastjóri astabjork@hraunvallaskoli.is og Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir aðstoðarskólastjóri gudbjorgn@hraunvallaskoli.is eða í síma 590 2800.

Umsóknarfrestur er til og með 26. október 2021.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagins.