Skóla- og frístundaliði - Víðistaðaskóli

Víðistaðaskóli óskar eftir að ráða skóla- og frístundaliða. Um er ræða 100% starf. Vinnutími er kl. 8:10 - 17:00 alla virka daga. Viðkomandi þarf að geta hafið störf fljótlega.

Víðistaðaskóli var stofnaður árið 1970, skólinn er heildstæður skóli með 1. - 10. bekk og eru nemendur um 530. Leiðarljós skólans eru Ábyrgð - Virðing - Vinátta. Í Víðistaðaskóla fögnum við fjölbreytileikanum og er áhersla lögð á að hver nemandi fái kennslu við hæfi til að þroska hæfileika sína. Lögð er áhersla á líðan nemenda, fjölbreytta kennsluhætti og góðan námsárangur. Unnið er að þróun teymiskennslu og notkunar spjalda í skólastarfi. Í skólanum er metnaðarfullt starf sem byggir á skólaþróun og nemendalýðræði. Víðistaðaskóli er heilsueflandi grunnskóli og starfar í anda grænfánans þar sem lögð er áhersla á umhverfismennt og útikennslu. Í skólanum er unnið eftir SMT skólafærni þar sem lögð er áhersla á að styrkja og efla jákvæð samskipti milli nemenda sem annarra í skólasamfélaginu. Í Víðistaðaskóla er góður starfsandi og samheldni meðal allra sem í skólanum starfa.

Í tómstundamiðstöðinni er starfsemi frístundaheimilis fyrir 6 - 9 ára börn og félagsmiðstöð fyrir 10 - 16 ára börn.

Markmið tómstundamiðstöðvarinnar er að gefa börnum og unglingum tækifæri til að stunda skapandi og þroskandi félagsstarf í heilbrigðu umhverfi á jafnréttisgrundvelli.

Víðistaðaskóli auglýsir eftir skóla- og frístundaliða í grunnskólanum og að hluta í frístundaheimilinu Hraunkoti. Hraunkot er fyrir nemendur 1. - 4. bekk í Víðistaðaskóla. Þar gefst foreldrum kostur á að lengja viðveru barna sinna eftir að skólastarfi lýkur eftir þörfum hvers og eins, gegn greiðslu.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Vinna með börnum í 1. - 10. bekk að fjölbreyttum verkefnum í samráði við samstarfsfólk og stjórnendur
 • Vinna að þróun frístundastarfs í samstarfi við samstarfsfólk og stjórnendur
 • Stuðla að velferð og félagslegum þroska barnanna í samstarfi við foreldra, samstarfsfólk og annað fagfólk
 • Vinna samkvæmt stefnu skólans og frístundaheimilisins
 • Önnur verkefni skv. starfslýsingu skóla- og frístundaliða

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Starfsþjálfun, námskeið og/eða nokkur starfsreynsla nægir til að öðlast þá þekkingu sem krafist er í starfið
 • Reynsla af sambærilegu starfi æskileg
 • Áhugi á faglegu starfi með börnum
 • Góð íslenskukunnátta
 • Samstarfs- og samskiptahæfni
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
 • Hæfni til að aðlagast breyttum aðstæðum

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hrönn Bergþórsdóttir, skólastjóri hronn@vidistadaskoli.is, sími 664-5890, eða Valgerður Júlíusdóttir, aðstoðarskólastjóri, valaj@vidistadaskoli.is, sími 664-5891.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Hafnarfjarðar.

Umsóknarfrestur er til og með 6. desember 2021. 

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Deila starfi
 
 • Ráðhús Hafnarfjarðar, Strandgötu 6
 • 220 Hafnarfjörður
 • Þjónustuver 585 5500
 • Hafðu samband
 • Kennitala 590169-7579