Deildarstjóri UT tölvuumsjónar - Hvaleyrarskóli

Hvaleyrarskóli óskar eftir að ráða deildarstjóra UT tölvuumsjónar

Um er að ræða 70 - 100% starf deildarstjóra UT tölvuumsjónar, sem skiptist í 50% stöðu tölvuumsjónar og að auki kennslu í upplýsingatækni.

Í Hvaleyrarskóla eru um 400 nemendur í 1. til 10. bekk. Einkunnarorð skólans eru ábyrgð, kurteisi og samvinna og endurspeglast allt skólastarfið í þessum orðum. Í skólanum er unnið samkvæmt SMT-skólafærni sem þýðir að áhersla er lögð á að nálgast nemendur á jákvæðan hátt, gefa góðri hegðun meiri gaum og skapa þannig jákvæðan skólabrag. Hvaleyrarskóli er jafnframt heilsueflandi grunnskóli og vinnur eftir Olweusaráætluninni gegn einelti. Hvaleyrarskóli er skóli margbreytileikans þar sem lögð er rækt við fjölmenningu.

Skólinn vinnur samkvæmt hugmyndafræði SMT, Olweus, markvissar málörvunar og byrjendalæsis ásamt áherslu á skák- og sviðslistir.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Umsjón með tölvukerfi skólans í samráði við tölvudeild bæjarins
 • Annast kennslu í upplýsingatækni í samstarfi við skólastjórnendur, kennara og foreldra
 • Fylgir eftir stefnumótun skólans á sviði upplýsingatækni í skólastarfi og í samstarfi við þróunar- og tölvudeild Hafnarfjarðarbæjar
 • Fylgir eftir stefnumótun skólans á sviði upplýsingatækni í skólastarfi
 • Er skólastjórnendum til ráðgjafar varðandi upplýsinga- og samskiptatækni
 • Vinna að þróun skólastarfs í samstarfi við stjórnendur og samstarfsfólk með áherslu á teymisvinnu
 • Vinna samkvæmt stefnu skólans í SMT skólafærni sem ætlað er að skapa gott andrúmsloft í skólum og tryggja öryggi og velferð nemenda og starfsfólks.
 • Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Leyfisbréf í til kennslu (leyfisbréf fylgi umsókn)
 • Þekking og reynsla á kennslu í upplýsingatækni
 • Reynsla af stjórnun æskileg
 • Mikill áhugi á að starfa með börnum og ungmennum
 • Góð íslenskukunnátta
 • Uppbyggjandi í samskiptum, ríkur sveigjanleiki og mikil samstarfshæfni
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Lipurð og jákvæðni í samskiptum
 • Reynsla af teymisvinnu kostur
 • Faglegur metnaður og sveigjanleiki í starfi

Nánari upplýsingar um starfið veita Kristinn Guðlaugsson, skólastjóri, kristinn@hvaleyrarskoli.is í síma 664 5833 eða Sigrún Einarsdóttir, aðstoðarskólastjóri, sigrun@hvaleyrarskoli.is í síma 664 5838. Sími skólans er 565 0200. Nánari upplýsingar um skólann má einnig finna á heimasíðunni http://www.hvaleyrarskoli.is.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.
Umsóknarfrestur er til og með 7. desember 2021.

Öllum umsóknum verður svarað skriflega þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélag.

Deila starfi
 
 • Ráðhús Hafnarfjarðar, Strandgötu 6
 • 220 Hafnarfjörður
 • Þjónustuver 585 5500
 • Hafðu samband
 • Kennitala 590169-7579