Námsráðgjafi í tímabundið starf til 1. árs - Lækjarskóli

Lækjarskóli óskar eftir að ráða námsráðgjafa í tímabundið starf til 1 árs, frá og með 1. janúar 2022.

Lækjarskóli á sér sögu allt aftur til ársins 1877 og er staðsettur í fallegu og grónu umhverfi við Lækinn í Hafnarfirði. Reist var ný skólabygging, björt og rúmgóð, og tekin í notkun árið 2002. Hér er meðal annars að finna bæði sundlaug og íþróttahús. Nemendur eru tæplega 500 talsins, þar af tæplega 140 á unglingastigi. Allir nemendur frá 5. -10. bekk hafa eigin spjaldtölvu til afnota.

Undanfarið skólaár höfum við unnið með fjögur meginmarkmið: Starfsánægju, samstarf heimilis og skóla, læsi og upplýsingatækni með áherslu á G-suite og Mentor.

 

Einkunnarorð Lækjarskóla eru ábyrgð, virðing og öryggi, og endurspeglast allt skólastarfið í þessum orðum. Unnið er samkvæmt SMT-skólafærni sem þýðir að áhersla er lögð á að nálgast nemendur á jákvæðan hátt, gefa góðri hegðun meiri gaum og skapa jákvæðan skólabrag.

Á þessu skólaári hófst innleiðing á Universal Design for Learning (UDL). UDL er aðferðafræði sem er byggð á rannsóknum David Rose (Boston Harvard,1984). UDL veitir nemendum möguleika á að læra á ólíka vegu og að sýna kunnáttu sína á ólíka hátt. Nemendur eru virkir og hafa áhrif á eigið nám og er tilgangurinn að útrýma hindrunum sem standa í vegi fyrir árangri nemenda.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Veitir nemendum skólans persónulega ráðgjöf og stuðning
 • Veitir nemendur leiðsögn og fræðslu um vinnubrögð í námi
 • Sinnir skipulagningu og leiðsögn í náms- og starfsfræðslu fyrir nemendur
 • Eflir samstarf heimila og skóla um nám og líðan einstakra nemenda
 • Vinnur úr erfiðum samskiptamálum meðal nemenda
 • Er tengiliður við Vinnuskóla Hafnarfjarðar varðandi Innherja
 • Sinnir fyrirbyggjandi starfi, t.d. vörnum gegn vímuefnum, einelti og ofbeldi
 • Stýrir eineltisteymi skólans
 • Er tengiliður vegna kynninga á framhaldsskólanámi og starfsvali að loknum grunnskóla
 • Situr í Brúarteymi skólans
 • Önnur verkefni sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntunar og hæfniskröfur:

 • Menntun náms- og starfsráðgjafa og starfsréttindi sem slíkur
 • Reynsla af námsráðgjöf og starfi með börnum og unglingum æskileg
 • Mjög góð samskipta- og samstarfshæfni
 • Frumkvæði, sjálfstæði, skipulagshæfileikar
 • Nákvæmni í vinnubrögðum
 • Hæfni í að leysa ágreining og ólík sjónarmið
 • Geta til að aðlagast breyttum aðstæðum
 • Góð ritfærni og góð íslenskukunnátta
 • Góð tölvukunnátta

Nánari upplýsingar um starfið veitir Dögg Gunnarsdóttir skólastjóri, dogg@laekjarskoli.is, sími 5550585 eða Arna Björný Arnardóttir, arna@laekjarskoli.is.

Umsóknarfrestur er til og með 8. desember 2021.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélag.

 

Deila starfi
 
 • Ráðhús Hafnarfjarðar, Strandgötu 6
 • 220 Hafnarfjörður
 • Þjónustuver 585 5500
 • Hafðu samband
 • Kennitala 590169-7579