Skóla- og frístundaliði - Skarðshlíðarskóli

Skarðshlíðarskóli óskar eftir að ráða skóla- og frístundaliða í 40-50% starf fyrir skólaárið 2021-2022 í Frístundaheimilið Skarðssel.

Um er að ræða starf sem felur í sér stuðning og aðstoð við nemendur í frístundaheimilinu Skarðssel eftir hádegi alla virka daga. Eftir að hefðbundnum skóla lýkur geta nemendur í 1. - 4. bekk farið í Frístundaheimilið Skarðssel.
Skarðssel býður upp á fjölbreytt tómstundastarf til kl. 17:00, alla virka daga, óháð getu, þroska eða fötlun barna. Sérstök áhersla er lögð á að koma til móts við alla hópa.
Skarðssel er opið frá kl: 8 - 17 á skipulagsdögum, skertum dögum og á virkum dögum í jóla- og páskafrí. Í júní og ágúst er Skarðssel með sumarfrístund fyrir nemendur.

Í Skarðshlíðarskóla eru áhugasamir nemendur, metnaðarfullt starfsfólk og öflugur foreldrahópur. Við leggjum áherslu á góðan starfsanda, teymiskennslu, fjölbreytta kennsluhætti, SMT skólafærni og að allir nemendur nái góðum árangri í leik og starfi. Mílan er órjúfanlegur hluti af skólastarfinu en í því felst að nemendur og starfsfólk fer út daglega og gengur, skokkar eða hleypur í 15 mínútur.

Gildi skólans eru samvinna, vinátta og þrautseigja.

Í skólanum eru nemendur frá 1. - 10.bekk. Þegar skólahverfið verður fullbyggt verða um 450 nemendur í 1. til 10.bekk. Skólahúsnæðið er glæsilegt og er skólinn vel tækjum búinn, með íþróttahús, útibú frá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og fjögurra deilda leikskóli í samtengdu skólahúsnæði.

 

Nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðunni: www.skarðshlidarskoli.is 

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Aðstoðar við faglegt starf með nemendum
 • Starfar í frístundaheimili og á sumar- og leikjanámskeiðum
 • Starfar samkvæmt leiðsögn frá næsta yfirmanni
 • Stuðlar að góðum aga og jákvæðum samskiptum
 • Tekur þá í skipulagningu, undirbúning og framkvæmd á fjölbreyttu tómstundastarfi
 • Vinnur samkvæmt stefnu frístundaheimilisins og skólans.
 • Stuðlar að velferð ungmenna í samstarfi við foreldra og annað fagfólk
 • Leitast við að virkja sem flesta óháð getu eða þroska í fjölbreytt verkefni og taka fullan þátt í þeim verkefnum og viðburðum sem eru skipulögð.
 • Önnur verkefni skv. starfslýsingu sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Reynsla af starfi með börnum er æskileg
 • Íslenskukunnátta skilyrði
 • Almenn tölvukunnátta
 • Mikill áhugi og metnaður til að starfa með börnum
 • Uppbyggjandi í samskiptum, sveigjanleiki og mikil samstarfshæfni
 • Jákvætt viðmót og góð hæfni í mannlegum samskiptum
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi
 • Stundvísi og samviskusemi

Nánari upplýsingar um starfið veitir Fjóla Sigrún Sigurðardóttir deildarstjóri Tómstundamiðstöðvar fjolasig@skardshlidarskoli.is eða í síma 664-5823 og Ingibjörg Magnúsdóttir skólastjóri, ingibjorg@skardshlidarskoli.is 

Umsóknarfrestur er til og með 6. desember 2021.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Hafnarfjarðar.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika.

Deila starfi
 
 • Ráðhús Hafnarfjarðar, Strandgötu 6
 • 220 Hafnarfjörður
 • Þjónustuver 585 5500
 • Hafðu samband
 • Kennitala 590169-7579