Lögfræðingur hjá Hafnarfjarðarbæ

side photo

Laust er til umsóknar starf lögfræðings í lögfræðilegri ráðgjöf hjá Hafnarfjarðarbæ. Um er að ræða krefjandi og fjölbreytt starf í starfsumhverfi þar sem reynir á góða alhliða þekkingu á flestum réttarsviðum lögfræðinnar. Um er að ræða fullt starf.

 

Starfið heyrir undir sviðsstjóra stjórnsýslusviðs, sem jafnframt er bæjarlögmaður.

 

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Ráðgjöf er varðar lögfræðileg málefni, einkum á sviði stjórnsýslu- og sveitarstjórnarréttar
 • Álitsgerðir og umsagnir
 • Meðferð stjórnsýslumála
 • Samninga- og skjalagerð

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Embættispróf eða grunn- og meistarapróf í lögfræði
 • Reynsla af lögfræðistörfum
 • Haldbær reynsla og þekking af opinberri stjórnsýslu
 • Þekking á stjórnsýslulögum, sveitarstjórnarlögum og öðrum lögum sem sveitarfélög vinna eftir.
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Góð samskiptahæfni og góð hæfni til að taka virkan þátt í teymisvinnu
 • Góð íslenskukunnátta og færni til framsetningar máls í ræðu og riti
 • Góð almenn tölvukunnátta

Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Stéttarfélags lögfræðinga.

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigríður Kristinsdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og bæjarlögmaður í síma 585-5500 eða gegnum tölvupóstfangið, sigridurk@hafnarfjordur.is 

 

Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar 2020.

 

Greinargóð ferilskrá og kynningarbréf fylgi umsókn.

 

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.