Arkitekt - embætti skipulagsfulltrúa Hafnarfjarðar

side photo

Laust er til umsóknar staða arkitekts hjá embætti skipulagsfulltrúa Hafnarfjarðarbæjar. Arkitekt starfar með skipulagsfulltrúa við alla almenna meðferð skipulagsmála samkvæmt skipulagslögum. Um er að ræða 100% starf. Ráðið er í stöðuna frá og með 1. júlí 2021.

Embætti skipulagsfulltrúa heyrir undir umhverfis- og skipulagssvið með aðsetur að Norðurhellu 2.

Helstu verkefni:

 • Vinnsla deiliskipulagsverkefna, hvað varðar nýtingu, landnotkun og skilmála. Ný svæði og breytingar. Vinnsla aðalskipulagbreytinga minni svæða.
 • Eftirlit með deiliskipulagsvinnu verktaka.
 • Umsagnir um skipulags- og byggingarerindi, hönnun, samkeppnir o.fl.
 • Kynning erinda í öðrum nefndum- og ráðum bæjarins.
 • Kynning/umsjón með kynningu á skipulagstillögum á almennum kynningarfundum.
 • Aðstoð við grenndarkynningar og auglýsingar um skipulag.
 • Samskipti við lögformlega aðila, s.s. Skipulagsstofnun, Náttúruvernd ríkisins, Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála og umhverfisráðuneytið.
 • Viðtöl, leiðbeiningar og samskipti við íbúa.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • M.S próf og löggilding sem arkitekt
 • Kunnátta á hönnunarforrit æskileg
 • Reynsla á sviði skipulagsmála æskileg
 • Þekking á lagaumhverfi málaflokksins æskileg
 • Reynsla af stjórnsýslu og lagaumhverfi sveitarfélaga æskileg
 • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfni
 • Góð samskiptahæfni og þjónustulund
 • Góð færni til að tjá sig í ræðu og riti
 • Góð íslensku og ensku kunnátta
 • Geta til að vinna undir álagi

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélags.

Nánari upplýsingar um starfið veitir: Þormóður Sveinsson, skipulagsfulltrúi, í síma 585-5500 eða í gegnum tölvupóst: thormodurs@hafnarfjordur.is

Umsóknarfrestur er til og með 18. maí 2021.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.