Flokkstjórar vinnuskóla – sumarstarf

side photo

Flokkstjórar vinnuskóla - sumarstarf


Eftirfarandi störf eru í boði í sumar. Vinsamlegast takið fram í athugasemdum hvaða starfi þið óskið helst eftir. Umsækjendur skulu vera 21. árs eða eldri.

 

Flokkstjórar almennra hópa

Auglýst er eftir starfsfólki til sumarstarfa við flokkstjórn almennra hópa vinnuskólans. Starfstímabilið er samtals 264 tímar frá byrjun júní til lok júlí. Daglegur vinnutími er 8 klst. Um er að ræða útistörf.

Vinnutími er frá kl. 8:00 til 16.30 mánudaga til fimmtudaga og föstudaga frá kl. 8:00 til 15:30. Vinnutímabil er 2 mánuðir (júní - júlí).

 

Flokkstjóri morgunshóps

Auglýst er eftir flokkstjóra til sumarstarfa við morgunshóp Vinnuskólans. Starfstímabilið er samtals 264 tímar frá 18. maí til lok júlí. Um er að ræða útistörf.

Morgunhópur sinnir miðbæ Hafnarfjarðar. Hópurinn starfar frá 06:00 til klukkan 11:00 alla virka daga. Í hópnum starfa aðeins ungmenni sem verða 17 ára á árinu.

 

Flokkstjóri Hellisgerðishóps

Auglýst er eftir flokkstjórum til sumarstarfa við flokkstjórn Hellisgerðishóps Vinnuskólans. Starfstímabilið er allt sumarið frá miðjan maí fram í ágúst. Vinnutími er frá kl. 8:00 til 16.30 alla virka daga. Um er að ræða útistörf.

Flokkstjóri bera ábyrgð á sínum hóp, stýrir verkefnum á verkstað og gerir vinnuskýrslur fyrir hópinn.

 

Flokkstjórar hjá íþróttafélögum

Auglýst er eftir flokkstjórum til sumarstarfa við flokkstjórn á vegum íþróttafélaga í Hafnarfirði. Vinsamlegast takið fram í athugasemdum hjá hvaða félagi umsækjandi óskar eftir sumarstarfi. Flokkstjóri stýrir verkefnum og hópum innan félagsins s.s. við umhirðu svæðis eða á leikjanámskeiði.

 

Flokkstjóri Listahóps

Auglýst er eftir flokkstjóra til sumarstarfa við Listahóp Vinnuskólans. Starfstímabilið er frá miðjan maí til lok júlí. Vinnutími er frá kl. 8:00 til 16.30 alla virka daga.

Flokkstjóri bera ábyrgð á sínum hóp, stýrir verkefnum á verkstað og gerir vinnuskýrslur fyrir hópinn.

 

 

Hæfniskröfur:

  • Reynsla af sambærilegum störfum kostur
  • Áhugi á vinnu með börnum og unglingum
  • Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Almenn tölvukunnátta

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sunna Magnúsdóttir, verkefnastjóri, sunnam@hafnarfjordur.is, í síma 585-5759.

 

Umsóknarfrestur er til og með 13. mars 2020.

 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Hlífar.

 

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagins.