Sumarátak námsmanna

side photo

Sumarstörf fyrir námsmenn

Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir námsmönnum í fjölbreytt og skemmtileg sumarstörf. Leitað er að námsmönnum sem eru tilbúnir að taka þátt í metnaðarfullum og krefjandi verkefnum í sumar.

Umsækjandi þarf að vera 18 ára á árinu eða eldri og hafa verið í námi á vorönn 2021 eða skráður í nám á haustönn 2021

Með umsókninni þarf að fylgja staðfesting á námi frá viðkomandi menntastofnun og greinargóð ferilskrá.

Ráðning miðast við að hámarki 2 mánuði á tímabilinu 1. júní - 31. ágúst.

Um er að ræða fjölbreytt störf og reynt verður að mæta áhugasviði umsækjenda eftir bestu getu

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Gerð er krafa um að viðkomandi sé í námi (Staðfesting á skólavist fylgi umsókn - forsenda ráðningar)
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Góð þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Samskiptahæfni, nákvæmni og útsjónarsemi
  • Góð almenn tölvuþekking
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti

Nánari upplýsingar um starfið veitir Brynjar Örn Svavarsson Verkefnastjóri í gegnum tölvupóst brynjarorn@hafnarfjordur.is eða í síma 585 5782

 

Umsóknarfrestur er til og með 16 maí 2021

Umsókn fylgi staðfesting á skólavist og ferilskrá.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.