Leikskólakennari - Hörðuvellir

Leikskólinn Hörðuvellir auglýsir eftir leikskólakennara

 

Leikskólinn er fjögurra deilda með um 84 börn. Hörðuvellir eru á fallegum útsýnisstað við lækinn. Einkunnarorð leikskólans er: LEIKUR-REYNSLA -ÞEKKING

 

Helstu verkefni:

 • Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna, þ.m.t. að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi í samstarfi við deildarstjóra

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Leikskólakennaramenntun
 • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
 • Færni í samskiptum og samstarfshæfileikar
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum og faglegur metnaður
 • Góð íslenskukunnátta

 

Ef ekki fæst leikskólakennari í starfið, kemur til greina að ráða einstakling með aðra uppeldismenntun.

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/ Félags leikskólakennara.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Um er að ræða 100% starfshluftall. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til og með 6. nóvember nk.


Öllum umsækjendum verður svarað þegar ákvörðun um ráðingu liggur fyrir.


Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigþrúður Sigurþórsdóttir leikskólastjóri, sigthrudur@hafnarfjordur.is eða í síma 555 0721. 


Í samræmi við jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru karlar jafnt sem konur hvattir til að sækja um stöðuna.

 

 

Deila starfi
 
 • Hafnarfjarðarbær
 • Ráðhús Hafnarfjarðar
 • Strandgötu 6
 • 220 Hafnarfjörður
 • Sími Þjónustuvers Hafnarfjarðar 585 5500
 • Fax 585 5509
 • hafnarfjordur@hafnarfjordur.is
 • Kennitala 590169-7579